Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Var hann bara að djóka? Einelti kennara og hugleysi samborgara

kennslustofaÉg heyrði tuttugu ára stúdenta ræða gömlu kennarana sína. Umræðan um einn þeirra var mér sérlega minisstæði. Sá þótti bæði klár og fyndinn sem hafði þá reglu að taka nemendur fyrir - og sagt var frá honum í gamansömum tóni.

Þeir sem höfðu sloppið við einelti hans í þessum umrædda hópi, virtust telja sig á einhvern hátt í hópi "útvaldra" og verðugri fyrir vikið. FootinMouth  Þó var vitað að einhverjum skólafélaga þeirra hafði liðið reglulega illa í menntaskóla út af andstyggilegri framkomu kennarans Devil sem sýndi líka sumu samstarfsfólki sínu sömu framkomu.

Þegar  fórnarlömb eineltis reyna að ræða við samferðafólk sitt er ekki óalgengt að þau heyri frasa eins og  "hann er bara að djóka - getur þú ekki tekið gríni?"  eða " þú veist hvernig hann er"

En ef við gefum okkur tíma til að staldra við og hlusta - hversu hjálplegar eru svona athugasemdir okkar?

Ætli viðkomandi kennari hafi ætlað að "gleðja" nemendur sína eða samstarfsfólk með öllu "djókinu"?

Hvað einkunn fær sá sem kemur fram á þennan hátt?


mbl.is Mega gefa kennurum einkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræddir um að hverfa þagni þeir smástund - Dísuáhrifin?

town_meeting_activity

Ég hef oft fengið það á tilfinninguna að margir karlmenn t.d. í pólitík haldi að þeir hverfi Frown,  þagni þeir smástund í samræðum manna á milli eða ef þeir stytti mál sitt í pontu. 

Það er heldur ekki óalgeng lenska að karlar haldi "aukafundi" á meðan konur tala - ekki skortir "dugnaðinn".  

Það er þó eitt atriði sem mér finnst alveg sérstaklega til eftirbreytni í fari karla, það er hvernig þeir "lyfta" hvor öðrum upp í ræðu og riti með því að vitna í hvorn annan.   

Ég held að þeir þurfi ekki að óttast "Dísuáhrifin"  þ.e. að þeir hverfi  -magn þarf ekki að vera sama og gæði.

Ég er enn að pæla í því af hverju konurnar voru bara sendar út  í þættinum SilfurEgils á sunnudaginn - en "strákarnir" sátu áfram með "nýjum strákum". Veit einhver svarið?

 

 


mbl.is Rannsókn: Karlar eru málgefnari en konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Dauðaherbergi" á skólaböllum - hver samþykkir og fyrir hverja?

Drunk_Jenna_Bush

Við viðurkennum "dauðaherbergi" á skólaböllum, partíhlé á árshátíðum, "salapartý " út í bæ, að drukkið sé undir "efirliti" í heimapartíum fyrir böll  - já og  kaupum fyrir þau bjór,  svo þau fari nú ekki að drekka landa og veikjast W00t - þessar elskur.

Við sjáum nemendur,  börn vina   eða okkar eigin börn á skemmtistöðum bæjarins ætlaða fólki 20 ára og eldri, þar sem þau eru ýmist að vinna eða skemmta sér. 

Við vonum að þau hafi ekki séð okkur á staðnum og reynum að fara hljóðlega óséð út og ákveðum að fara ekki á "þennan stað" aftur Blush  Það er nú ekkert gaman fyrir þau að vera með okkur - gamla liðinu. Hvar eiga þau greyin eiginlega að vera?Frown

Svo reynum við að vaka eftir þeim,  en skólaböllin eru ýmist til 1 eða 3 á virkum dögum - þannig að bæði forráðamenn  og nemendur geti komið ósofnir í vinnuna og skólann deginum eftir Shocking 

Satt að segja koma þessar tölur mér ekkert á óvart. Við,  fullorðna fólkið þe. foreldrar, skólayfirvöld, lögreglan og eigendur skemmtistaða sköpum saman kjöraðstæður fyrir þau - sofandi og meðvitundarlaus Sleeping 

Þau eru bæði klár og dugleg þessar elskur og nýta sér aðstæðurnar Tounge - er einhver von á öðru? Skilaboðin eru skýr!

 

 


mbl.is Áfengisneysla framhaldskólanema áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlmenn skimaður fyrir ofbeldi í Silfri Egils

author_icon_11819Áhugaverð umræðuefni  í Silfri Egils í dag, en mikið var umræðan oft á lágu plani. Ég held að það sé tímabært að fá konu með Agli þó hann sem að mörgu leiti bara flottur Smile Táfýlulygtin er stundum alveg yfirgengileg Woundering 

Í þættinum var rætt m.a. um skimun fyrir ofbeldi hjá karlmönnum sem hingað koma til lands að vinna m.a. með því að krefja þá um sakavottorð og einhvers fleira sem ekki var tekið fram. Enginn kom með nána útfærslu.  Mér datt helst í hug einhverskonar skanni á Landspítalanum - eða svona  tæki eins og við notum þegar við erum á vísaflippi, jafnvel þetta tæki sem notuð er á búðarkössum og segja "díd díd"

Áhugavert sjónarmið þetta með skimunina en spurnig er hvort við ættum ekki bara að skima alla karlmenn hér á landi, ef menn eru á því að skima eigi útlenda karlmenn?

Ég veit ekki betur en að það hafa verið íslenskir karlmenn sem séð hafa um að koma bæði íslenskum og erlendum konum í Kvennaathvarfið á undanförnum árum - eða skiptir þjóðerni karlmanna máli þegar kemur að "skimun eftir ofbeldi? 

Ættu konur að sækja um slíka skimun á væntanlegum sambýlis - og eiginmönnum - og þá hvar? Eða ættu karlmenn að leggja fram skimunarvottorð þegar þeir hyggjast ganga í hjónaband? Ætli væri líkað skimað fyrir andlegu ofbeldi?  Hvað verður um þá sem ekki fá "vottun"?

Ég er hrædd um að bara brot af þeim ofbeldisverkum sem framin hafa verið á konum komi fram á sakavottorðum. Mér heyrðist að dómar hafið fallið t.d. aðeins í 5% kynferðisafbrotamála! Hvað með öll málin sem konur eru beittar ofbeldi og aldrei kærð?

Hve áreiðanlegt eru þá sakavottorðið sem "skimunartæki" - kanski bara svipað áreiðanlegt og "díd, díd" vélin á kassanum?


mbl.is Árásarmaðurinn gaf sig fram við lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bónusstéttir" velferðargeirans - nei bara Djók!

spitaliHún var áhugaverð Kjararáðstefna BHM  sem haldin var 7. nóv. sl.  og margt afar lærdómsríkt en sorglegt um leið. Það mátti skilja á máli Gunnars Björnssonar, formanni samninganefndar ríkisins að ríkið hefði þá stefnu að ætla sér að halda í "hæft fólk" en ekki að vera samkeppnisfært um nýtt starfsfólk!  Skrýtið hvað kvennastéttirnar eru oft "minna hæfar" GetLost 

Satt að segja þá skildi ég ekki þessa umræðu og velti fyrir mér hvert hún leiðir? Ég sé ekki betur en þetta sé "dulbúin" aðferð til að draga máttinn úr hinu opinbera velferðakerfi og koma upp við hliðina á því einkareknu kerfi með gróðann að leiðarljósi. Eða hver ætli nenni að vera í rekstri án þess að græða?

Nú það var líka annað sem sló mig all verulega þegar hann minntist á "magnafslátt" stóru kvennastéttana á sjúkrahúsunum. Þegar hann var ynntur eftir útskýringum þá skilst mér að þetta hafi nú bara verið DJÓK og engin ástæða til að taka þetta svona, en fór þó nokkrum orðum um lögmál stærðarinnar og nefndi dæmi um stóra banka og litla banka!

Ég velti hinsvegar því fyrir mér hvort tilgangurinn hafi verið að gleðja hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, sálfræðinga, iðjuþjálfa, geislafræðinga, lífeindafræðinga, líffræðinga og svo lengi mætti telja, sem starfa á Landsspítlalanum? Veit ekki!

Mér fannst þetta amk. ekkert sniðugt og held að það sé  tími til að skoða hugmyndafræðina í kringum kjarasamninga opinberra starfsmanna og auðvitað láglaunastétta almennt.

PS. Hvernig getur nokkur maður staðið upp frá samningborði og samþykkt 123 þús. krónur í grunnlaun?


mbl.is Krafa um verulegar kjarabætur í komandi samningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn afsláttur af sorphirðugjöldum við flokkun

drasl1Framtak þeirra í  Stykkishólmi er til fyrirmyndar. Verður það vonandi öðrum sveitarfélagum hvatning til að taka betur á sínum málum. 

Í Hafnarfirði er t.d. hægt að kaupa sér endurvinnislutunnu fyrir dagblöð og þess háttar en  borga þarf 900 kr. á mánuði fyrir hirðingu.  Enginn afsláttur er gefinn á sorphirðugjaldinu hjá sveitarfélaginu þó svo að fólk flokki og því er óhætt að segja að efnahagslegan hvata skortir fyrir almenning.

 Flestir sem ég hef rætt við sem eiga slíka tunnu segja þó tímann og þægindin vega þyngra en kostnaðurinn. Ekki þarf að safna draslinu upp innan dyra og eyða svo frítímanum að koma því á Sorpu eða í grendargáma.

Aðrir segjast hreinlega ekki nenna að að geyma þetta drasl og vilja nota fritímann sinn í annað - og setja allt í tunnuna. Þeir sögðust hinsvegar myndu líklega henda hlutunum á réttan stað ef það væri auðvelt og kostaði ekki meira.

Það var hinsvegar til fyrirmyndar framtak Hafnarfjarðarbæjarins að útvega þeim aðilum sem tóku þátt í verkefninu "Vistvernd í verki" tunnur til moltugerðar þátttakendum að kostnaðarlausu. Ég veit reyndir ekki um hvort þetta verkefni sé enn í gangi í bænum.

Það skapar mikil þægindi að hafa endurvinnslutunnur við heimili þannig að auðvelt sé að losna við dagblöð og þess háttar dagsdaglega. Líkurnur á að draslið rati á réttan stað ætti að aukast verulega.

Setja  þarf  hvata í kerfið þannig að sem flestir taki þátt - það verði ódýrar og hagkvæmara að vera vistvænn en umhverfissóði!

 

 

 


mbl.is Allt sorp í Stykkishólmi flokkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er sveitarstjórnin að segja með þessu - að hún hafi verið beitt þvingunum?

urriðafos
Það er með ólíkindum þetta mál. Sérstaklega í ljósi þess að sveitarstjórnin hafði ekki hugsað sér að hafa virkjunina inni á skipulagi  í vor og greindu sumir í  meirihlutanum  frá því fyrir kosningar að þeir væru henni ekki fylgjandi.  Síðan samþykkir þessi sama sveitarstjórn tillöguna einróma! W00t.
Hver er trúverðugleiki þessara sveitarstjórnarmanna? Eru þeir fórnarlömb þrýstings Landsvirkjunar og þöggunar ríkisstjórnarinnar? Landsvirkjun lofar m.a. gemsasambandi og vegum  -  hvaðan fær hún umboð sitt? Veit samgönguráðherra af þessu? 
En það verður hlutverk sveitarstjórnarinnar að tryggja að loforð Landsvirkjunar gangi eftir "Sveitarstjórn mun óska eftir því við þingmenn Suðurkjördæmis að þeir beiti sér fyrir því að vegaframkvæmdir samkvæmt samkomulagi við Landsvirkjun hafi ekki áhrif á þær framkvæmdir sem nú þegar eru á samgönguáætlunum" (www.floahreppur.is) - er einhver glóra í þessu?Shocking
 
Fregnir herma að sveitarstjórnarmenn töldu sig ekki eiga annarra kosta völ í málinu, það væri komið svo langt og hætta væri á málaferlum við Landsvirkjun ef ekki yrði af virkjun. Það væri þá betra að eiga við sveitunga og að geta sett fyrirvara í framkvæmdarleyfið.
Hvað er sveitarstjórnin að segja með þessu - að hún hafi verið beitt þvingunum? Hana hafi skort stuðning ríkisstjórnarinnar í málinu - fullvissu þess að ekki yrði farið í eignarnám ef landeigendur samþykktu ekki sölu á land eða ekki væri farið í málaferli ef ekki yrði af virkjun? Að ríkisstjórin upplýsti að Landvirkjun hefði ekkert umboð til að bjóða vegi eða annað án hennar samþykkis?

mbl.is Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkir að auglýsa Urriðafossvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með alla Guðjónana?

Æi, ég  fæ léttan aumingjahroll yfir svona fullyrðingu! Kynþokkafyllsti hvað? Skil eiginlega ekki í sjálfri mér að vera blogga um svona bjánaskap. Kanski er það vegna þess að ég er "stúmm"  yfir "....skap" hreppsnefndar Flóahrepps að samþyggja virkjanir í Þjórsá á hreppsnefndarfundi í kvöld - og það er ekki ein einasta frétt um þetta!

 


mbl.is Damon er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggja þarf jafnframt farveg fyrir lausn deilumála!!

T

divorce Þessar nýju tillögur eru flestar mjög góðar - við eigum að tryggja rétt barna til  beggja foreldra og  að barn hafi möguleika á að hafa lögheimili á tveimur stöðum. Bætur hafa farið þangað sem lögheimili barns er - og auðvitað á að skoða það mál sem önnur.

Hinsvegar er það nú þannig að þar sem sem er í lagi með samskipti foreldra eru hlutir eins og lögheimili og forsjá sjaldnast nokkuð mál og varla ræddir. Stundum ákveða foreldrar jafnvel að hafa lögheimilið á þeim stað þar sem tekjur eru minni þó svo að börnin hafi fasta búsetu hjá hinu foreldrinu.

Breytt lög þurfa líka að tryggja farveg fyrir lausn deilumála milli foreldra,  fræðslu og ráðgjöf bæði til einhleypra foreldra og stjúpforeldra - þannig að lögin virki eins og þau eiga að gera.

Það eru svo mörg álitamál sem geta komið upp - sem við eigum auðvitað að leysa!

Ég er ekki viss um að það sé besta leiðin fyrir barn að dómri úrskurði viku og viku ef mamma býr í Garðabæ en pabbi í Breiðholti.  Hvernig getur það þjónað hagsmunum t.d. 12 ára gamals barns? Hvað með vináttutengsl og skólafélaga?

Ein tillaga hljóðar upp á að foreldrar með sameiginlega forsjá verði að ákveða sameiginlega um fluttning lögheimilis barns innanlands.  Þýðir þetta t.d. ef að konan í Garðabænum kynnist manni í Reykjavík þá þurfi hún að ræða við sinn fyrrverandi hvort hún megi flytja?

Hvernig á að trygga að forsjárlaust foreldri fái viðeigandi upplýsingar um um barn sitt - hvort heldur sem munnlega eða skriflega? Að mínu mati þyrfti að bæta hér inn líka orðinunum "foreldrara með sameignlega forsjá". Sameiginlega forsjá er ekki skotheld trygging fyrir góð samskipti.

Þó svo að dómari úrskurði eitthvað varðandi barn þegar það er þriggja ára þarf það ekki að þjóna hagsmunum þess þegar það er 13 ára! Relgulegrar endurskoðunar er þörf.

Flestum foreldrum gengur ágætlega að finna út úr hlutunum en þegar samskiptin eru ekki í lagi - óháð öllum lögum og reglum þarf að grípa inn í málin. Við eigum að fókusera á þann þátt ekki síður og tryggja að þau mál fái viðeigandi farveg t.d. með sáttameðferð.

Mun fleiri fletir eru á þessu máli, en í heild sinn tel ég þessar tillögur allar til bóta, en við þurfum að finna lausn deilumála farveg og vera tilbúin til að endurskoða fyrri ákvaðranir okkar!


mbl.is Sameiginleg forsjá kostur fyrir dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn enn í ríkisstjórn?

helguvikMikill  samhugur var meðal  þingmanna Samfylkingarinnar í sv- kjördæmi og fundagesta  um að skipta framsóknarformanninum út  á fundi sem haldinn var í  Hafnarfirði  í siðustu viku.

Eðlilegast þótti fundagestum að formanninum væri skipta út eins og í öðrum stjórnum og ráðum á vegum ríkisins við ríkisstjórnarskipti

Hvaða pólitíska umboð hefur framsóknarmaðurinn?  Er hann ekki að reka stóriðjustefnu Framsóknarfloksins með því að  þrýsta á landeigendur við Þjórsá að selja til að tryggja  orku til álversframkæmda?  Annars eigi bændur hættu á að land þeirra verði tekið eignarnámi! Ég hef ekki heyrt neinn þingmann amk.  ekki  innan Samfylkingarinnar segja að eignarnám við Þjórsá sé réttlætanlegt og þeir muni ekki styðja þá hugmynd.

Ríkisstjórnarflokkarnir eiga að senda landeigendum við Þjórsá þau skýru skilaboð að landið verði ekki tekið eignarnámi.  Landsvirkjun hefur hagað sér eins og ríki í ríkinu og m.a. boðið vegi og gemsasamband - án heimilda.

Ríkisstjórnin á að tryggja að þeir sem sitja í stjórn Landsvirkjunar endurspegli þá ríkisstjórn sem nú er - en ekki þá síðustu!

 

 


mbl.is Einskis manns fulltrúi í forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband