Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Meðvitaðir neytendur

thumb_oliubraedurÓlögmætt samráð olíufélaganna er óþolandi - og siðlaust.  Styð ég Alcan í þessu máli og fylgja vonandi fleiri í kjölfarið.

 

 


mbl.is Krefst 190 milljóna í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Garðyrkjutímaritið" Gestgjafinn

amarulaVeit eiginlega ekki hvað mér á að finnast um þetta allt saman, sérstaklega þar sem þessi grein er hin besta auglýsing fyrir Amarula drykkin sem bannað er að auglýsa! Crying

Fann þessa fínu mynd af Amarula tréinu sem "garðyrkjutímarítið " Gestgjafinn fjallaði um Shocking


mbl.is Ritstjóri tímarits sektaður fyrir áfengisauglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álver í Helguvík, Bakka og Þorlákshöfn - það sem okkur vantar?

alverumallt

Loftlagsbreytingar eru raunverulegar og fáir deila um þá staðreynd.  Í ljósi þess er öll umræða um stækkun og fjölgun álvera  hér á landi mjög einkennileg. 
Við þurfum alvarlega að íhuga hvernig við ætlum að nota orkuna sem við höfum til ráðstöfunar og þora að taka þá siðferðilega og pólitísku umræðu sem því fylgir. 
Hugleysi hefur einkennt marga stjórnmálamenn og forsvarsmenn orkufyrirtækja að ræða þessa hluti  og elur það á tortryggni þeirra sem láta sig málið varða.
Ljóst er að við eigum fleiri valmöguleika. Það voru ánægjuleg tíðindi sem bárust frá Hafnarfirði þar sem gert er ráð fyir að rekstur bæjarfélagsins skili 600 milljónum króna í afgangi á næsta ári og bjartsýni ræður ríkjum - þó ætlum við ekki að stækka álverið í Straumsvík!

mbl.is Leiðtogar ræða loftlagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur eiga orðið - hluti ágóðans til rannsókna á þunglyndi kvenna!

konur_eigaÁ seinasta ári fékk stór hópur kvenna keðjubréf frá ritstjóra Sölku, Kristínu Birgisdóttur. Óskaði hún eftir stuttum hugleiðingum um lífið og tilverurn. Afraksturinn er bókin "Konur eiga orðið allan ársins hring" sem kom út nú í desember með hugleiðingum 64 kvenna.  Hluti ágóðans mun renna til rannsókna á þunglyndi kvenna.

Þetta er glæsileg  bók,  Myrra Leifsdóttir sá um hönnun, myndskreytingu og umbröt. 

15289"Calendergirl" 1. mars hafði t.d. þetta að segja "Að vera móðir og stjúpmóðir og halda að sömu reglur gildi um kjarnafjölskyldur og stjúpfjölskyldur er eins og að spila Matador með Lúdóreglum"

19. febrúar sagði önnur "Ein mesta þolraun sem skipulagsfrík getur lent í er að bíða eftir barni" 

Á myndinni eru Myrra Leifsdóttir, Kristín Birgisdóttir og Þórdís Elva Bachmann


mbl.is Lay Low gefur ágóða af nýrri plötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsmenn velferðargeirans á magnafslætti?

spitaliÁ Kjararáðstefna BHM  í  nóv. sl.  mátti skilja á máli formanni samninganefndar ríkisins að ríkið hefði þá stefnu að ætla sér að halda í "hæft fólk" en ekki að vera samkeppnisfært um nýtt starfsfólk!  "

Satt að segja þá skildi ég ekki almennilega þessa umræðu og velti fyrir mér hvert hún leiðir? Ég sé ekki betur en þetta sé aðferð til  draga máttinn úr hinu opinbera velferðakerfi og koma upp við hliðina á því einkareknu kerfi með gróðann að leiðarljósi. Eða hver ætli nenni að vera í rekstri án þess að græða?

Nú það var líka annað sem sló mig all verulega þegar hann minntist á "magnafslátt" stóru kvennastéttana á sjúkrahúsunum. Þegar hann var ynntur eftir útskýringum þá skilst mér að þetta hafi nú bara verið DJÓK og engin ástæða til að taka þetta "svona" en fór þó nokkrum orðum um lögmál stærðarinnar og nefndi dæmi um stóra banka og litla banka!

Ríkið ætlar semsagt ekki að keppa um starfsfólk við almenna markaðinn,  en  krefjast magnafsláttar - (en það var vísta bara djók) ef marka má formann samninganefndarinnar.

 

(Hluti áður birtur)


mbl.is VG: Einkavæðing heilsugæslu framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Missti af afmælinu - miðinn var hjá pabba! Börn í stjúpfjölskyldum

skoliMeð því a skapa andrúmsloft trausts og virðingar verða til aðstæður sem allir hlutaðeigandi aðilar treysta sér til að ræða hlutina.

Það er ýmislegt sem bæta má í samskiptum heimilia og skóla og er það mín skoðun að skólar eigi að móta fjölskyldustefnu sem m.a. tekur mið af ólíkum fjölskyldugerðum.  Lítil umræða hefur t.d. verið um stjúpfjölskyldur í skólakerfiu en viðurkenning hvers og eins skiptir máli og eykur líkurnar t.d.  að skólarnir fái upplýsinar  sem þeir fá ekki í dag.

Skólinn þarf að viðurkenna að stjúpfjölskylda er hið hefðbundna fjölskylduform fyrir marga nemendur og því nauðsynlegt að tryggja fræðslu fyrir starfslið skólans um aðstæður barna í stjúptengslum. Hann þarf líka að hvetja almennt  til skilnings foreldra og barna á ólíkum fjölskyldugerðum.

Með því að horfa á báða foreldra jafn mikilvæga í lífi barnsins getur skólinn eflt samvinnu þeirra og samstöðu. Skráningarblöð skólans þarf að gera ráð fyrir báðum foreldrum og stjúpforeldrum, bjóða þarf stjúpforeldrum að taka þátt í skólastarfinu og miðla milliliðalaust upplýsingum milli heimila og skóla! Við eigum ekki að ætla börnum að vera skilaboðaskjóður - og bera miða á milli heimila.

Börn sem eiga fráskilda foreldra eiga flest  tvö heimili - og mörg hver stjúpfjölskyldur sem taka þarf mið af.

.


mbl.is Skortur á samræðu skóla við foreldra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsvirkjun komin í gang við Þjórsa - án leyfa?

neðrihl.ÞjórsárMér bárust nokkrar myndir sem sýna framkvæmdir á vegum Landsvirkjunar. Eru þær teknar við Skarðsfjall í Rangárvallasýslu. 

Svæðið er  þar sem væntanlegt Hvammslón eða Hagalón á að koma- fer eftir því hver talar, ef af virkjun verður.

Mér leikur forvitni á að vita - hvað er í gangi? Mér er ekki kunnugt um að framkvæmdaleyfi hafa verið gefin út eða að samþykkt skipulag liggi fyrir hjá Flóahreppi. 

Vonandi getur forstjóri Landsvirkjunar svarað fyrir það á fundi í Norrænahúsinu í fyrramálið en hann verður þar ásamt umhverfisráðherra kl.  9


mbl.is Náttúruverndarsamtökin fagna stefnumótun Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mengunarbótareglan á bílaeigendur?

bílamengunÍsland er aðili að Ríóyfirlýsingunnu frá 1992 og með henni voru staðfestar nokkrar grundvallarreglur í samskiptum manna og umhverfis. Ein þeirra er svokölluð mengunarbótaregla.  Hún felur það í sér að þeir sem spilla umhverfinu beri kostnað við mótvægisaðgerðir og bætur á þeim skaða þeir valda.  

Þetta er svo sjálfsagt mál í mínum huga - og vil ég jafnframt að við bíleigendur greiðum fyrir þá mengun sem við völdum þannig að hvati skapist til að kaupa minni og sparneytnari bíla.


mbl.is 95% telja að stóriðja eigi að greiða fyrir mengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjórsá föl fyrir vegi í Flóahreppi?

urriðafoss1Um daginn samþykkti sveitarstjórn Flóahrepps að gera ráð fyrir virkjun Þjórsár á skipulagi sínu, sem og að tryggja að loforð Landsvirkjunnar gengi eftir um bættar samgöngur í sveitinni í staðinn. Bókun sveitarstjórnar var svohljóðandi: 

 "Sveitarstjórn mun óska eftir því við þingmenn Suðurkjördæmis að þeir beiti sér fyrir því að vegaframkvæmdir samkvæmt samkomulagi við Landsvirkjun hafi ekki áhrif á þær framkvæmdir sem nú þegar eru á samgönguáætlunum"

Það verður spennandi að sjá hvort Alþingi tryggi virkjun Þjórsár - með þeim hætti sem bókunin felur í sér.

Hvað verður um samninga Landsvirkjunar og sveitarstjórnar Flóahrepps ef þingmenn Suðurkjördæmis beita sér ekki með þeim hætti sem óskað er?


mbl.is 400 milljónir til Bakkafjöruvegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að þér - ég er bara að djóka!

EineltiAlgengt er að gerendur í eineltismálum  beri fyrir sig að þeir hafi "bara verið að djóka og viðkomandi kunni bara ekki að taka gríni" Vandamálið er sem sagt viðbrögð fórnarlambsins en ekki framkoma "djókarans"  og meðhlægjenda sem styrkja eineltishegðunina enn frekar.   

Vandamálið er ekki að mínu mati að sumir "kunni ekki að taka djóki" - heldur hvernig við reynum að að breiða yfir árásarhneigð okkar og ofbeldi með "djóki" og gera okkur um leið "stikkfrí"

Eitt af því gagnlegra sem ég lærði í vinnu með gerendum var að spyrja viðkomandi hvort ætlunin hafi verið að gleðja - nánast undantekningarlaust var svarið neitandi, viðkomandi vissi oftast að hegðun hans var særandi.

 


mbl.is Einelti færist í vöxt á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband