Landsvirkjun komin í gang við Þjórsa - án leyfa?

neðrihl.ÞjórsárMér bárust nokkrar myndir sem sýna framkvæmdir á vegum Landsvirkjunar. Eru þær teknar við Skarðsfjall í Rangárvallasýslu. 

Svæðið er  þar sem væntanlegt Hvammslón eða Hagalón á að koma- fer eftir því hver talar, ef af virkjun verður.

Mér leikur forvitni á að vita - hvað er í gangi? Mér er ekki kunnugt um að framkvæmdaleyfi hafa verið gefin út eða að samþykkt skipulag liggi fyrir hjá Flóahreppi. 

Vonandi getur forstjóri Landsvirkjunar svarað fyrir það á fundi í Norrænahúsinu í fyrramálið en hann verður þar ásamt umhverfisráðherra kl.  9


mbl.is Náttúruverndarsamtökin fagna stefnumótun Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Forstjórinn vildi minnst um þetta segja á fundinum, en að sögn Landsvirkjunar eru þetta rannsóknir á berglögum, sem fellur að þeirra sögn undir rannsóknarleyfi. Bændur (og reyndar flestum sem hafa heilbrigða skynsemi) leyfa sér að efast um það, og mér skilst að það eigi ekki að láta við það sitja að horfa á þetta gerast.

Benjamín Plaggenborg, 5.12.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband