Mengunarbótareglan á bílaeigendur?

bílamengunÍsland er aðili að Ríóyfirlýsingunnu frá 1992 og með henni voru staðfestar nokkrar grundvallarreglur í samskiptum manna og umhverfis. Ein þeirra er svokölluð mengunarbótaregla.  Hún felur það í sér að þeir sem spilla umhverfinu beri kostnað við mótvægisaðgerðir og bætur á þeim skaða þeir valda.  

Þetta er svo sjálfsagt mál í mínum huga - og vil ég jafnframt að við bíleigendur greiðum fyrir þá mengun sem við völdum þannig að hvati skapist til að kaupa minni og sparneytnari bíla.


mbl.is 95% telja að stóriðja eigi að greiða fyrir mengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Segðu mér Valgerður - finnst þér að fyrirtæki og fólk eigi hvoru tveggja í senn að borga í sameiginlegan sjóð landsmanna fyrir losun OG kaupa losunarkvóta erlendis frá? Verður ekki að sleppa annarri skattheimtunni?

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.12.2007 kl. 15:46

2 identicon

Ríkið er nú þegar að taka meirihluta álagninga í gróða (minnihluti fer í vegakerfið). Finnst þér ekki nóg að hafa hæsta olíuverð í heimi? Þessi þróun er nú þegar hafin hér á landi, smábílar seljast eins og heitar lummur. Og miðað við núverandi kerfi og þróun á heimsmarkaðsverði þá get ég lofað þér að þeim á eftir að fjölga um helming á nokkrum árum. Annars er ég að fara að kaupa mér C1. Það að fá að leggja ókeypis í P-stæði eða hugsanlega sleppa við skatta í framtíðinni var ekki það sem sannfærði mig. Það að borga helmingi minna í eldsneyti var nóg. Í dag fer álagningin aðallega eftir magni eldsneytis, þeir sem reka eyðslumikla bíla eru nú þegar að borga meira í skatt. Bílaeigendur almennt eru að niðurgreiða vegakerfið fyrir aðra þó að það sé okkur öllum nauðsynlegt. Fátækar þjóðir setja ekki umhverfisáhrif ofarlega á listann, afkoma er alltaf í fyrsta sæti. Ekki fara allir þá leið að kaupa smábíla, sumir einfaldlega keyra minna og það hefur slæm áhrif á efnahaginn. Slæmur efnahagur = minna svigrúm til þess að hugsa um umhverfið. 

Annars er ég almennt á móti neyslustýringu og finnst að það eigi að einfalda skattkerfið okkar, t.d. bara sömu prósentu á allar vörur og sömu prósentu á öll laun. Neyslustýring hefur þau áhrif áhrif að efnaminna fólk neyðist til þess þess að fylgja hópnum eins og maurar á meðan efnameira fólk heldur áfram að kaupa eins og þeim sýnist. Ekki að ég sé hrifin af sósíalisma en ég myndi frekar samþykkja slíkt heldur en að halda áfram með núverandi forsjárhyggjuþróun sem afsökun á háum sköttum. Því miður er ég ekki í aðstöðu til þess að bora eftir olíu en ef ríkið hækkar álagningar á áfengi mikið meira þá held ég að maður fari bara að brugga, maður hefur bara takmarkað þol fyrir afskiptum annarra.

En já aftur án djóks það er einfaldara að leggja bara niður kapítalismann heldur en að haldra áfram að flækja skattkerfið. Ríkið getur bara skammtað okkur eldsneyti eins og í Íran. Spurning hvort að núverandi bloggfrelsi myndi lifa af slíka þróun frelsisskerðinga?

Geiri (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 16:28

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Það á að vera okkar megin markmið að draga almennt úr mengun. Þess vegna er ég ekki á því að við eigum að kaupa viðbótarmengunarkvóta. Það hljómar ekki viturlega í mínum huga að leyfa  að "pissað sé meira  í laugina" - en nú er gert.

Augljóst er að verð á eldsneyti er að einhverju marki neyslustýrandi  og kannski verðið á brennivíninu líka - veit ekki. 

Valgerður Halldórsdóttir, 3.12.2007 kl. 17:01

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Erum við ekki að borga alveg hrikalega háa skatta nú þegar í háu bensínverði, bifreiðagjöldum o.fl. gjöldum sem leggjast á bíleigendur? Ef þeir skattar verða afnumdir má fara að tala um "græna" skatta á bíleigendur, en við erum nú þegar með hærra bílverð, hærra bensínverð og meiri rekstrarkostnað en aðrar þjóðir. Mikið meira og landið fer að vera óbyggilegt.

Svala Jónsdóttir, 4.12.2007 kl. 22:22

5 Smámynd: Ásgerður

Hæ nýja bloggvinkona, já ég er alveg að detta í jólagírinn.

Þurfum að huga alvarlega að því að minnka mengun á öllum sviðum. Er einmit að spá í einum "grænum" þessa dagana

Ásgerður , 4.12.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband