Íbúar við Þjórsá slitu öllum viðræðum við Landsvirkjun - og leyfa engar framkvæmdir!

skálmholt

Þau hjónin Walter og Danielu Schmitz ábúendur Skálmholtshrauns í Flóa slitu nýverið öllum viðræðum við Landsvirkjun þar sem þau álíta að þær jarðfræðirannsóknir sem fyrir hendi eru og liggja að baki ákvörðunum um þrjár nýjar virkjanir við neðri hluta Þjórsár, séu óvandaðar og ófullnægjandi.

Að sögn hjónanna er ábúendum stefnt í bráða hættu ef ekki verið hætt við uppistöðulón og virkjanir á svæðinu. Samkvæmt fyrirætlunum Landsvirkjunr ætti stór stíflugarður að rísa í landi þeirra. Walter Schmitz hefur undanfarin ár gert rannsóknir á jörð sinni og nágrenni og komist  að því að hæðarpunktar sem Landsvirkju hefur gefið út  geri ekki staðist.   Þau hjónin buðust til að fjármagna frekari rannsóknir m.a. með því að fá Sikorsky þyrlu frá Jarðfræðistofnuninni i Hannover en hún getur kortlagt jarðlög og vatn langt undir yfirborði. Landsvirkjun þáði ekki boð hjónanna!  

Schmitz hjónin fá  hrós dagsinsGrin (VH)

Tekið og stytt af www.natturan.is


mbl.is Samþykkja yfirtöku á Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Klapp fyrir Schnitz hjónunum .....

www.zordis.com, 7.10.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Aðdáunarverð hjón og vonandi skilar barátta þeirra árangri. Allir rétthugsandi menn verða líka að styðja þau.

Steingerður Steinarsdóttir, 8.10.2007 kl. 10:36

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Glæsilegt hjá þeim. Nú dynur svo mikið yfir okkur. Það er gott að alls staðar eru einhverjir sem halda uppi andófinu.

María Kristjánsdóttir, 8.10.2007 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband