Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Til hvers átti að nota upplýsingarnar?

solistaumiLjóst er að Alcan ber ábyrgð á þeim upplýsingum sem safnað var í kringum íbúakosningarnar í Hafnarfirði. En af hverju áttu starfsmenn Alcans að safna upplýsingum um okkar sem stóðum að Sól í Straumi?   Hvaða sanngirni fólst í því að hálfu vinnuveitenda að ætlast til þess af stafsmönnum sínum að komast  að upplýsingum um vini, vandamenn og nágranna og skrá í gagnagrunn fyrirtækisins? 

Sól í Straumi er þverpólitískur hópur einstaklinga búsettum í Hafnarfirði sem eiga það sameignlegt að vera á móti stækkun álversins í Straumsvík - þó á mjög margvíslegum og ólíkum forsendum.  Að það hafi verið ástæða til að safna sérstaklega um okkur upplýsingum hef ég engan skilning á - öll rök voru á borðinu!

 

 

 


mbl.is Krefur Alcan á Íslandi svara um söfnun persónuupplýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alcan "njósnaði" um meðlimi Sólar í Straumi og aðra Hafnfirðinga!

 Ég er orðlaus Crying Bestu að þú kynnir þér þetta sjálf/ur!

Ú r s k u r ð u r

Á fundi stjórnar Persónuverndar þann 26. júní 2007 var kveðinn upp svohljóðandi úrskurður í máli nr. 2007/258:

Dagana 14. og 15. mars sl. bárust Persónuvernd símtöl frá mönnum sem kváðust vera starfsmenn Alcan á Íslandi hf. Þeir greindu frá því að starfsmenn félagsins hafi fengið tilmæli um að safna upplýsingum um a.m.k. 10 nágranna sína eða vini og skoðanir þeirra á fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík. Fyrst og fremst hafi menn verið beðnir um að safna upplýsingum um meðlimi samtakanna Sólar í Straumi. (VH- undirstrikun og feitletrun)  Fram kom að starfsmenn skyldu skrá sig inn á vefsíðu með notendanafni og lykilorði sem þeim hafði verið úthlutað og færa upplýsingarnar þar inn. Mennirnir vildu ekki leggja inn erindi í eigin nafni af ótta við uppsögn.

Ú r s k u r ð a r o r ð :

Alcan á Íslandi hf. telst vera ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem söfnuðust í upplýsingaöflun félagsins í tengslum við kosningar um stækkun álversins í Straumsvík. Gildir þetta bæði um upplýsingarnar eins og þær birtust í notendaviðmóti sem starfsmenn Alcan á Íslandi hf. höfðu aðgang að og eins og þær voru skráðar voru skráðar hjá aðstandendum kerfisins „kosningavelin.net."

Hér getur hver og einn skoðað úrskurðinn í heild sinni:

 http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2007/greinar/nr/626


mbl.is Alcoa kann að hækka tilboðið í Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill hann að sveitarfélögum sé stýrt af einkafyrirtækjum?

"Ef af þessum kaupum verður eignast Hafnarfjarðarbær 28 % í Hitaveitunni og Reykjanesbær um 72 %. Ásgeir Margeirsson forstjóri Geysis Green Energy segir menn vera skoða málin eftir að Hafnarfjarðarbær greindi frá ákvörðun sinni. Hann segir spurningar vakna um hvort markmið ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu orkfyrirtækja nái fram að ganga þegar sveitarfélög sem stýrt sé af stjórnmálaflokkum kaupi þau" (Tekið af visir.is) 

Ætli maðurinn hafi gleymt því að sveitarstjórnir eru kosnar af almenningi í landinu - og hluti þessa sama almennings á  HS? 

 


mbl.is Þrjú sveitarfélög hafa ákveðið að nýta forkaupsrétt í HS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er stóriðjustefna fyrirtækisins?

16148_hitaveitanNú virðist einkavæðavæðingastefna orkufyrirtækja vera næstum orðin að raunveruleika. Eignarhald og ráðstöfun á náttúruauðlindum okkar verður ekki lengur í höndum almennings sem getur kosið á 4 ára fresti og haft sína skoðun á þróun mála - ef af samningum verður.   Kvótakerfið sá um fiskinn.

Nei nú heitir þetta samningar á milli fyrirtækja sem okkur kemur bara ekki neitt við!  Hvort heldur sem það á að selja Urriðafoss álfyrirtækjum fyrir gemsasamband og malbik eða orkuna frá HS.  Þetta er " bissness" - og hallærisleg "tilfinningarök" almennings eiga ekki við!

Eignar- og valdatilfærsla frá íslenskum almenningi til einkafyrirtækja virðist vera stefna hjá stórum hluta íslenskra stjórnmálamanna.  Ætli þeir hafi spurt um hverjum fyrirtækið hyggst selja orkuna -hvað verður um hagsmuni almennings? 

"Geysir mun áfram vinna af fullum heilindum að sínum viðskiptum. Hitaveita Suðurnesja er mikilvægt og gott fyrirtæki sem ber að efla með hagsmuni hluthafa og viðskiptavina í fyrirrúmi"


mbl.is Geysir Green Energy skapar atvinnutækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkamál Flóamanna?

Nedri_thjorsa_frett_1tbl_titilsUmræðan um virkjanir, álver og skoðun manna á þeim er orðin all undarleg. Þeir einir mega tjá sig um málin,  að sumra mati,   eru þeir sem búa á staðnum og eru ekki of gamlir - aðrir eru gerðir að einhverjum "sinnum" og tortryggilegum "atvinnumótmælendum" Bandit. Líkt og um fótboltabullur væri að ræða - sem hafa fótboltann ekki sem aðaláhugamál heldur ofbeldi. 

Ekki veit ég til þess að fólki  sé ætlaðar einhverjar annarlegar hvatir sem fara til Afríku í opinbera heimsókn - eða til Grænlands og greina frá áhyggjum sínum af bráðnun Grænlandsjökuls. Íslendingar sem fara í næstu sveit eru - já hvað?

Staðreyndin er  sú að hvorki er hægt að stynga stækkuðu álveri í Straumsvík í samband á skrifstofu Lúðvíks bæjarstjóra í Hafnarfirðu eða nýju álveri í Helguvík hjá Árna í Reykjanesbæ - það þarf að virkja til að þau verði að raunveruleika.

Við erum í hópi ríkustu þjóða í heimi - það er ekkert sem kallar á að Þjórsá verði að virkja - annað en hagnaðarvon erlendra álversfyrirtækja.   Ég leyfi mér að tjá mig áfram um málið!


Stenst ekki kröfur skv. lögum eða stefnu ríkisstjórnarinnar

helguvikSkýrslan stenst ekki kröfur sem gerðar eru til framkvæmdaraðila samkvæmt lögum og mér sýnist álver í Helguvík ekki heldur geta fallið að stefnu ríkisstjórarinnar á sviði loftlagsmála! 

Í heimasíðu Náttúruverndarsamtaka Íslands er að finna etirfarandi athugasemd Árna Finnssonar við skýrsluna:

"Miðað við Alcan yrði losunin mun meiri fyrir áætlaða framleiðslu Norðuráls í Helguvík og ástæða til að spurja hverju þessi munur sæti"

Í umræðum á Alþingi um stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands þann 31. maí s.l. sagði umhverfisráðherra:

Á sviði loftslagsmála verður ráðist í að gera framkvæmdaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi.  (Undirstirkun VH).

 

Og í  fréttatilkynningu utanríkisráðherra frá 8. júní s.l. en þar segir: 

Einnig voru ráðherrarnir sammála um að Norðurlöndin ættu að gegna lykilhlutverki í að raunhæf og metnaðarfull niðurstaða náist á ráðherrafundi Loftslagssamningsins í Kaupmannahöfn 2009. (Undirstrikun Náttúruverndarsamtök Íslands.)  
mbl.is Gera athugasemdir við frummatsskýrslu um álver í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig samrýmist samþykkt borgarráðs stefnu ríkisstjórnarinnar?

helguvikÞví meira sem ég reyni að fylgjast með og átta mig á hlutunum - því flóknari virðast þeira vera.   Sjálfstæðisflokkurinn í borgarráði samþykkir raforkusölu til hugsanlegs álvers Helguvík og Moggin  birti mynd af litlu "lekkeru" álveri sem er líkara jógastöð en verksmiðju.

Samfylkingin í borgarráði lætur hinsvegar bóka að nær allir virkjunarkostir verði þá bundnir í stóriðju - og  litið sem ekkert pláss fyrir netþjónabú. Fín bókun! Að auki vanti viðeigandi leyfi fyrir virkjunum - enn betra!

Ríkisstjórnin þessara tveggja flokka vill hinsvegar ekki skipta sér af samskiptum Landsvirkjunar og álfyrirtækja - þetta séu bara fyrirtæki í samningum. Hún virðist þó vera skotin í netþjónahugmyndinni - ég reyndar líka.  Já..... hvað skal segja næst.....hef bara ekki hugmynd.... skil þetta ekki alveg - mig vantar heildarmyndinaShocking 


.


 


mbl.is Borgarráð samþykkir orkusölusamning OR vegna Helguvíkurálvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju stjúpmóðir?

Það þarf nú varla að orða hve ósmekkleg þessi forsíða er - en af hverju er hún gerð að stjúpmóður þeirra skil ég ekki. Er Angela í sambandi við pabba þeirra eða mömmu? 

Ósmekklegheitin eru víða í auglýsingum. Hvað finnst ykkur um þessa auglýsingu - þar sem bandarískir lögfræðiskrifstofa hvetur til skilnaðar til að auka viðskipti sín? Lífið er stutt - fáðu skilnað!

ht_divorce_070507_ms 


mbl.is Reiði yfir berbrjósta Angelu Merkel með forseta og forsætisráðherra Póllands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig getur Landsvirkjun gert samninga og ráðstafað fjármunum hins opinbera án afskipta þess?

Ég velti fyrir mér endalausum heimsóknum álfyrirtækja hingað til lands þessa dagana - varla ætla þau að stynga álverunum í samband á næstu bæjarstjórnarskirfstofum? En oddivit Flóahrepps sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að líkur á Urriðafossvirkjun hafi stórlega minnkað eftir fundinn með heimamönnum á mánudagskvöldið - fannst þeim þeir sjálfsagt vera settir niður þegar þeir heyrðu tilboð Landsvirkjunar - flýtiframkvæmdir almennrar þjónustu sem hverjum þéttbýlisbúa finnst sjálfsögð!

Alþingi gat sett lög þess efnis að eigendur skemmtistaða megi ekki leyfa reykingar - sem ég var nú reyndar mjög sátt við - en ríkistjórnin telur sig ekki getur skipt sér af því hvernig Landsvirkjun ráðskast með mengnarkvóta og orkulindir þjóðarinnar - sem verða bara verðmætari!

Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér?FootinMouth

 


mbl.is Fulltrúar Hydro í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sól í Flóa - ályktun

sjónarhorn að stóra núpi gupm. forsætiSÓL Í FLÓA

Sól á Suðurlandi, Sól í Straum og Sól á Suðurnesjum fagna samþykkt
hreppsnefndar Flóahrepps frá þrettánda júní sl., um að hafa
Urriðafossvirkjun ekki inni á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Samþykktin er mikil hvatning til þeirra sem vilja verja náttúruna við Þjórsá og hindra að orka þaðan verði seld til stóriðju.

Sólirnar þrjár telja viðbrögð Landsvirkjunar við ákvörðun hreppsnefndar um
skipulagstillögu án virkjunar ámælisverð. Landsvirkjun gat eins og aðrir
hagsmunaaðilar komið með athugasemdir sínar við auglýsta tillögu
hreppsnefndar og virt um leið lýðræðislegar viðurkenndar aðferðir. Óeðlilegt
er að skipulagstillögurnar séu nú orðnar tvær eftir heimsókn Landsvirkjunar
í Flóann.

Sól á Suðurlandi, Sól í Straumi og Sól á Suðurnesjum vilja ekki trúa því að
hreppsnefnd Flóahrepps sé boðið að selja náttúruperlur á svæðiðinu fyri
opinberar framkvæmdir eða þjónustu, hvað þá að hreppsnefndin gangi að slíkum
afarkostum. Flóamenn eiga rétt á almannaþjónustu án þess að þurfa að greiða
hana slíku verði. Landsvirkjun getur varla haft umboð ríkisins til þess að
gera Flóamönnum gylliboð um fjármuni almennings.

Við treystum því að hreppsnefnd Flóahrepps standi með þjóðinni í baráttunni
fyrir náttúru landsins og jafnræði þegnanna.
Valgerður Halldórsdóttir    Finnbogi Jakobsson    Guðbjör R. Jóhannesdóttir
Sól í Straumi                      Sól á Suðurlandi                   Sól á Suðurnesjum

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband