Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Urriðafoss fyrir gemsasamband?

floamennKynningarfundurinn var í alla staði mjög áhugaverður, ekki síst hvernig tillögurnar voru kynntar. Annarsvegar var kynnt tillaga þar sem gert var ráð fyrir virkjun og hinsvegar  "frestun" hennar. 
Sá möguleiki virtist ekki vera fyrir hendi að sleppa alfarið virkjuninni.  
Er það nema von að sumir haldi að þeir eigi enga aðra valkosti en að samþykkja virkjun - "það sé búið að ákveða það!" Það hefur hinsvegar enn ekkert gerst sem ekki er hægt að hætta við - eins og kom fram í máli Guðfinns Jakobsonar frá Sól á Suðurlandi.
Tillagan sem eignuð hefur verið fram til þess Landsvirkjun - eignaði Gísli frá fyrirtækinu Landmótun  landeigendum á svæðinu, en fyrirtækið hefur verið að vinna að skipulagi svæðisins.  Ég satt að segja er alveg hætt að botna í þessu?  Pinch   Minnir mig á mál sem hefur verið í gangi á suðvesturhorninu!
Niðurbældur hlátur heyrðist víða um salinn, aðrir urðu alveg miður sín þegar tilboð Landsvirkjunar var kynnt fundarmönnum. Landsvirkjun bauð m.a. gemsasamband og malbikaðir vegi!  Meira segja sá sem taldi sig ekki geta annað en samþykkt virkjunina blygðaðist sínBlush og tilbúinn til að láta fossinn fyrir ekki neitt - eða þannig.
Af hverju eiga Flóamenn að fórna náttúruperlum sínum m.a. fyrir gemsasamband og vegi - sem þykir sjálfsögð þjónusta í þéttbýlinu?

mbl.is Fjölmenni á kynningarfundi í Þjórsárveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hverja hlusta íslenskir stjórnmálamenn?

Nú þegar erlend álfyrirtæki senda hingað hverja sendinefndina á fætur annarri til að taka í spaðana á ráðherrum og sveitarstjórnarmönnum með það markmið að komast yfir mengunarkvóta og orku Íslendinga í  - fáum við hver viðvörunarmerkin á fætur öðru um hlýnun jarðar vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa. 

Nú er bara spurning á hverja munu íslenskir stjórnmálamenn hlusta?


mbl.is Barroso hvetur til harðari aðgerða gegn hlýnun andrúmsloftsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanntu ekki örugglega leikreglur lýðræðisins?

ossurEinu sinni fengu einvalda konungar vald sitt frá Guði, síðan var barist gegn því með kjafti og klóm og ráðamenn fengu þá vald sitt frá fólkinu - þ.e. ef þeir vildu kenna sig við lýðræðisríki.  Spurningin er  hvaðan valhafar fái umboð í dag? 

Ég upplifi mig í einhverju bananalýðveldi þessa dagana - hvort heldur sem við horfum á framgöngu hreppsnefndar í Flóanum eða til samflokksmanns míns, bæjarstjórans í Hafnarfirði. Látum vera óskir fyrirtækjanna,  þeim er auðvitað frjálst að óska eftir hverju sem er - en að lýðræðislega kjörin hreppsnefnd eða bæjarstjórn skulu hagi sér með þeim hætti eins og nú hefur komið í ljós er ... já hvað ...?  Svindlað er á grundvallar leikreglum lýðræðisins - aðilar sem ekki hafa til þess formlegt umboð eins og Landsvirkjun er hleypt eftir á inn í samþykkt skipulagsdrög hreppsnefndar og bæjarstjórninn í Hafnarfiði hvetur til nýrra kosninga í stað þess að snúa sér að þeim verkefnum sem bíða hans skv. niðurstöðum síðustu íbúakosninga.

Að við þurfum að  vera verja niðurstöður lýðræðislegra kosninga og leikreglur lýðræðisins á Íslandi árið 2007 - er martröð. Össur ég treysti á þig!!!


mbl.is Össur fjallar um stóriðjuna og átökin innan Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofandi veiðimenn?

Hoppande+lax+(CB)Fundur var  að í gærkvöldi í Veiðifélagi Þjórsár, Kálfárdeild. Í upphafi fundarins skýrði Magnús Jóhannsson hjá Veiðimálastofnun frá rannsóknum sem fram hafa farið í tengslum við
fyrirhugaðar virkjanir varðandi seiðagöngu og fiskigengd í Þjórsá og Kálfá. Hann taldi að til að rústa ekki laxagegnd í Þjórsá og Kálfá þyrfti gríðarlegar mótvægisaðgerðir.  Enginn vissi svo sem hvaða áhrif þessar framkvæmdir hefðu á lífríkið.  Sama sagan, öllum spurningum ósvarað

Finnbogi í Mástungu lagði fram ályktanir  á fundninum þar sem skorað var á sveitarstjórn Skeiða - og Gnúpverja að fella bæði Hvams- og Holtavirkjun af skipulagi sveitarinnar. Á sveitarstjórn Flóahrepps að hafna Urriðafossvirkjun í skipulagi sveitarinnar og á stjórn Landsvirkjunar að hætta við þessar virkjunarframkvæmdir.  

Er ekki tími til kominn að aðrir veiðimenn landsins láti líka í sér heyra?

 

Álið þarf ekki að vera málið!

Við skulum vona að það sé ekki búið að lofa allri orkunni!



mbl.is Kostnaður við orku til netþjónabús 20-30% lægri hér en í samkeppnislöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Netþjónabú í Straumsvík?

 

Stórfyrirtæki á borð við Yahoo, Microsoft o.fl. hafi verið að skoða þann möguleika  að koma  upp netþjónabú (datacenters)  hér á landi. Er netþjónabú áhugaverður valkostur  þar sem þessi fyrirtæki þurfi mun minni orku ca. 10 - 50 MW pr. starfsstöð en 250 þúsund tonna álver  sem þarf virkjun með  500 MW uppsettu afli.

Netþjónabú þurfa jafnframt helmingi fleirri starfsmenn pr. megavatt og eru störfin betur launuð en störf í álverum.  Efnahagsleg áhrif í samfélaginu ættu því að vera hlutfallslega mun meiri af netþjónabúum en af álverum miðað við orkuþörfina.  

Það er ljóst að við höfum raunverulega valkosti - álið þarf ekki að vera málið!


mbl.is Ísland hentar vel fyrir rekstur netþjónabúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkefni bæjarstjórnar í Hafnarfirði eru....

solistaumiLúðvík ætlar ekki að gera "neitt"  en bendir á hvaða aðferð bæjarbúar geti notað til að knýja fram nýjar kosningar um málið. Það er hinsvegar skýrt að verkefni hans og annarra bæjarfulltrúa eru nokkur í ljósi niðurstaðna síðustu íbúakosninga.

 Á heimasíðu Sólar í Straumi - www.solistraumi.org tilgreinir Pétur Óskarsson nokkur þeirra

1. Ganga þarf frá lóðamálinu. Hafnarfjarðarbær þarf að fá aftur til ráðstöfunar lóðina sem Alcan hafði keypt undir stækkun. Bærinn þarf á þessari lóð að halda í framtíðinni undir atvinnustarfsemi og engin ástæða til að draga á langinn að ganga frá því. Það er nokkuð víst að verðmæti lóðarinnar hefur margfaldast frá því að hún var seld en rétt er að leggja öll spilin á borðið og útskýra fyrir bæjarbúum af hverju Alcan fékk að kaupa þessa nýju lóð undir stækkun sem eignarlóð árið 2003. Álverið sjálft stendur á leigulóð í dag og hvorki bæjarbúar né önnur hafnfirsk fyrirtæki fá að kaupa eignarlóðir í bæjarlandinu.

2. Ganga þarf frá samkomulagi við Landsnet um lagningu á rafmagnslínum í jörð frá álverinu og út fyrir alla byggð. Það hefur lengi legið fyrir að ganga þyrfti frá þessu máli. Stækkunarmálið seinkaði þessari vinnu en nú þarf að klára þetta mál með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi.

3. Ganga þarf frá þynningarsvæðinu í kringum álverið. Lúðvík bæjarstjóri lofaði Hafnfirðingum á opnum borgarafundi fyrir kosningar um stækkunina að hart yrði gengið eftir minnkun þynningarsvæða álversins yrði stækkunartillagan felld. Hér þarf Hafnarfjarðarbær að gera strangar kröfur og krefjast þess að öll heilsufars- og gróðurverndarmörk verði uppfyllt við lóðamörk. Það er óeðlilegt og væntanlega ekki þörf á að Hafnarfjarðarbær leggi fyrirtækinu til byggingaland bæjarins undir þynningarsvæði í framtíðinni.

4. Endurskoða þarf aðalskipulag bæjarins með tilliti til brottfalls þynningarsvæða og þeirri staðreynd að bæjarbúar höfnuðu stækkun álversins. Skipuleggja þarf framtíðarbyggingaland bæjarins til suðurs þannig að framtíðar íbúabyggð bæjarins verði innan við ofanbyggðaveginn og ekki fyrir ofan ofanbyggðaveginn eins og gert er ráð fyrir í dag.

5. Fara þarf gaumgæfilega yfir skipulagt iðnaðarsvæði í suðurhluta Hafnarfjarðar sunnan Reykjanesbrautar en þar þarf bærinn að hafa forgöngu um samstarf Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits, Vinnueftirlits og fleiri aðila til þess að koma umhverfismálum í viðunandi horf á því svæði.

Þetta eru verkefni dagsins sem blasa við. Áhugavert er að vita stöðuna á þessum málum í dag!


mbl.is Fulltrúar Alcan áttu fund með iðnaðarráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver lofaði hverjum hvað?

Ég skil ekki enn að hreppsnefndarmenn hafi ákveðið í kjölfar fundarins með Landsvirkjun að kynna virkjun sem ekki er á skipulagi! Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér?Woundering


mbl.is Ferðamálafélag Flóamanna á móti virkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nakinn bæjarstjóri?

Hvað er í gangi eiginilega? Eru menn enn að ræða mögulega stækkun álversins í Straumsvík - við sem greiddum atkvæði 31. mars s.l?

Umræðan í Hafnarfirði um aðdraganda þeirra kosninga snérist um mengunarmál, samfélagsmál, fjármál, virkjanamál, línumannvirkini og mögulega efnahagsleg áhrif á íslenskt samfélag - en ekki nýtingahlutfall á lóð samkvæmt deiluskipulagi! Hafnfirðingar eru því búnir að taka þessa umræðu og ákvörðun.

Verkefni bæjarstjóra er að fylgja henni eftir en ekki að snúa út úr niðurstöðum lýðræðislegra kosninga  - þó hann sé ekki sáttur við hana!

 


mbl.is Álver á landfyllingu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á móti Ragnari Bjarnasyni söngvara?

430861BÉg var heldur betur hissa þegar ég sá að Samfylkingin sat hjá við útnefningu borgarlistamanns - það var kominn tími á Ragga Bjarna Cool - sá verður bara flottari! Nú skýringin kom - þeir voru að mótmæla vinnubrögðum en ekki manninum - sjúkket! Ég get tekið undir með þeim að það er eðlilegt  að bæði fulltrúar meirihluta og minnihluta fái að tjá sig um mál áður en ákvörðin er tekin. Á það við um þetta mál sem og önnur.

Það hefi einfaldlega verið "smartara" fyrir Ragnar að fulltrúarnir hefðu staðið saman um hann - það á hann svo sannanlega skilið!


mbl.is Samfylking sat hjá við útnefningu borgarlistamanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband