Á móti Ragnari Bjarnasyni söngvara?

430861BÉg var heldur betur hissa þegar ég sá að Samfylkingin sat hjá við útnefningu borgarlistamanns - það var kominn tími á Ragga Bjarna Cool - sá verður bara flottari! Nú skýringin kom - þeir voru að mótmæla vinnubrögðum en ekki manninum - sjúkket! Ég get tekið undir með þeim að það er eðlilegt  að bæði fulltrúar meirihluta og minnihluta fái að tjá sig um mál áður en ákvörðin er tekin. Á það við um þetta mál sem og önnur.

Það hefi einfaldlega verið "smartara" fyrir Ragnar að fulltrúarnir hefðu staðið saman um hann - það á hann svo sannanlega skilið!


mbl.is Samfylking sat hjá við útnefningu borgarlistamanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

já það hlýtur alltaf að vera best og skemmtilegast  fyrir  alla að allir sameinist við svona "mjúk" mál og fái möguleika til þess.   Ég held að velflestir landsmenn séu sammála að Raggi Bjarna er vel að þessu kominn og gaman að dægurtónlistarmanni sé veittur slíkur heiður.  Húrra fyrir Ragga !

Gísli Gíslason, 19.6.2007 kl. 11:28

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Tek undir, flott að Raggi Bjarna sé borgarlistamaður, að viðurkenna að listir séu margvíslegar, en samtímis leiðinlegt að vinnubrögðin hafi ekki verið betri.  Líka slæmt fyrir Samfylkinguna að hafa þurft að sitja hjá við jafn gott mál, en skil vel prinsippið.  

Kristín Dýrfjörð, 19.6.2007 kl. 12:29

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ég nefnilega hélt að það væri lögð áhersla á að það yrði ekki ágreiningur um það sem á að verða fólki til heiðurs, og eftir situr því miður efinn um að fulltrúarnir hafi ekki verið í hjarta sínu sannfærðir um að heiðurinn skyldi Ragnars. Vonandi lærir Sjálfstæðisflokkurinn að stjórna skár en þetta því að þegar upp er staðið er það sú staðreynd að þeim tókst ekki að ná samstöðu sem skiptir máli. Mér finnst nefnilega smart að maðurinn sem söng um að ekkert væri fegurra en vorkvöld í Reykjavík sé orðinn borgarlistamaðurinn - Akrafjall og Skarðsheiði, eins og fjólubláir draumar, ekkert er fegurra ... (man hvað ég var móðgaður þegar ég var lítill yfir þessu í samanburði við Mývatnssveit, en bjó í Reykjavík í 14 ár og get alveg tekið undir þetta með hina reykvísku fegurð) - svo er stutt út í hraun, t.d. í Hafnarfjarðarhraunið

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.6.2007 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband