Léttir að heyra frá þeim áðan!

19.juli aevarBæði Ævar sonur minn og Kristrún vinkona eru  búsett í SanDiego og var það léttir að heyra frá þeim áðan. Reyndar var vinkona mín flúin að heiman með kettina til vina sinna. Þakkaði hún fyrir að hafa farið af stað í dag,  milli þess sem hún talaði um "global warming", frekar en að bíða kvöldsins. Harðbrautin nærri heimili hennar var lokuð í aðra áttina og óskað var eftir að fólk úr nágreninu færði sig til sem fyrst.

Sonurinn hafi ekkert fært sig til. Eldurinn hefur ekki náð til hans en hann býr í miðbæ borgarinnar. Það er óþægileg tilfinning að vita af þeim í þessum aðstæðum, sem og öðru fólki.

Hinsvegar rifjaðist upp fyrir mér í kvöld sú tilfinning sem ég fann þegar landamærum Mexico voru lokuð í tíma vegna árásirnar 11. september og mögulegar flóttaleiðir út úr landinu þar með lokaðar. Hann komst ekki lönd né strönd í smá tíma frekar en aðrir, engin vissi hvað var í gangi eða hvað yrði.  Það er tilfinning - sem mig langar ekki að upplifa aftur!


mbl.is 250.000 manns flýja heimili sín í San Diego
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sæl Valgerður, ég kvitta nú ekki "mikið" hjá þér en les alltaf pistlana þína enda fróðlegir að lesa.

Ég vona að sonur þinn og vinkona komist tímanlega frá þessum hræðilegu hremmingum þarna úti. Ég á einmitt sjálf vinkonu sem býr þarna mitt í reykhafinu á San Diego svæðinu. Ef eldurinn heldur áfram sinni stefnu fer hann yfir hennar heimili. Þannig að ég veit hvernig þér líður. Maður situr og nagar neglurnar hérna hinu megin á hnettinum og getur ekki annað.  

Við sendum öll styrkjandi hugsanir til þeirra

bestu kveðjur 

Ragnhildur Jónsdóttir, 23.10.2007 kl. 11:44

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Vonandi eru bæði Kristrún og Ævar í góðum málum og það er vonandi að vindinn fari að lægja. Ég skil vel að þú sért ekki alveg róleg.

Kristín Dýrfjörð, 24.10.2007 kl. 00:27

3 identicon

Já, skil þig vel. Auðvitað hefur maður áhyggjur af fólkinu sínu. Vonandi að þetta gangi sem best hjá öllum.

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband