Var hann bara að djóka? Einelti kennara og hugleysi samborgara

kennslustofaÉg heyrði tuttugu ára stúdenta ræða gömlu kennarana sína. Umræðan um einn þeirra var mér sérlega minisstæði. Sá þótti bæði klár og fyndinn sem hafði þá reglu að taka nemendur fyrir - og sagt var frá honum í gamansömum tóni.

Þeir sem höfðu sloppið við einelti hans í þessum umrædda hópi, virtust telja sig á einhvern hátt í hópi "útvaldra" og verðugri fyrir vikið. FootinMouth  Þó var vitað að einhverjum skólafélaga þeirra hafði liðið reglulega illa í menntaskóla út af andstyggilegri framkomu kennarans Devil sem sýndi líka sumu samstarfsfólki sínu sömu framkomu.

Þegar  fórnarlömb eineltis reyna að ræða við samferðafólk sitt er ekki óalgengt að þau heyri frasa eins og  "hann er bara að djóka - getur þú ekki tekið gríni?"  eða " þú veist hvernig hann er"

En ef við gefum okkur tíma til að staldra við og hlusta - hversu hjálplegar eru svona athugasemdir okkar?

Ætli viðkomandi kennari hafi ætlað að "gleðja" nemendur sína eða samstarfsfólk með öllu "djókinu"?

Hvað einkunn fær sá sem kemur fram á þennan hátt?


mbl.is Mega gefa kennurum einkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég get sagt þér eitt Valgerður, að einelti af höndum kennara er MJÖG ERFITT.... þá er ég ekki að tala sem gamall grunnskólanemi sem var með lágar einkunnir, heldur af öðrum sökum. Ég hefði verið tilbúin að nafngreina þessa kennara í dag

Kveðja,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 28.11.2007 kl. 00:32

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, þetta er verðugt umfjöllunarefni. Ég skrifaði einu sinni grein um mál stúlku í Svíþjóð sem lögsótti skólayfirvöld í gamla skólanum sínum fyrir að aðhafast ekkert í ofbeldinu gegn henni og verða þar með meðsek.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.11.2007 kl. 12:05

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Leitt að heyra Inga - og eins og þú bendir á þá hverfa áhrifin ekki af einelti sjaldnast við það eitt að skipta um umhverfi.

Væri áhugavert að sjá þessa grein Steingerður - aðgerðaleysi getur verið ofbeldi amk. vanræksla!

Valgerður Halldórsdóttir, 28.11.2007 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband