Þjórsá föl fyrir vegi í Flóahreppi?

urriðafoss1Um daginn samþykkti sveitarstjórn Flóahrepps að gera ráð fyrir virkjun Þjórsár á skipulagi sínu, sem og að tryggja að loforð Landsvirkjunnar gengi eftir um bættar samgöngur í sveitinni í staðinn. Bókun sveitarstjórnar var svohljóðandi: 

 "Sveitarstjórn mun óska eftir því við þingmenn Suðurkjördæmis að þeir beiti sér fyrir því að vegaframkvæmdir samkvæmt samkomulagi við Landsvirkjun hafi ekki áhrif á þær framkvæmdir sem nú þegar eru á samgönguáætlunum"

Það verður spennandi að sjá hvort Alþingi tryggi virkjun Þjórsár - með þeim hætti sem bókunin felur í sér.

Hvað verður um samninga Landsvirkjunar og sveitarstjórnar Flóahrepps ef þingmenn Suðurkjördæmis beita sér ekki með þeim hætti sem óskað er?


mbl.is 400 milljónir til Bakkafjöruvegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband