Bíð eftir að vera uppgvötuð!

frett3006Glæsilegar konur skipa þennan 100 kvenna lista og er framtakið flott. Hinsvegar sýnist mér vanta kvenstjórnendur úr verkalýðshreyfingunni á listann. Þar sem ég þekki best til þ.e. innan BHM eru 16 aðildafélög af 25 með kvenframkvæmdastjóra og u.þ.b. 8000 félagsmenn! Sum félaganna eru saman um framkvæmdastjóra og því fleira en eitt félag á ábyrgð viðkomandi konu.

Hvet ég bæði kven -og karlstjórnendur að kynna sér þennan mannauð!  Ég er til Smile - það þýðir víst lítið að bíða eftir því að vera "uppgvötaður".

sjá www.bhm.is

 


mbl.is SA vilja fjölga konum í stjórnunarstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég er sammála,frábært framtak hjá konunum  Hvað segirðu er ekki búið að uppgötva þig ? Hafðu það sem best

Katrín Ósk Adamsdóttir, 31.1.2008 kl. 15:57

2 identicon

Hva, ertu að bíða eftir því að verða uppgötvuð? Ekkert svona vinan, bjóddu þig fram og sýndu þig. Aldrei að bíða í svona löguðu. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 00:40

3 Smámynd: Gísli Gíslason

Gott framtak og Valgerður þú yrðir fín í margar stjórnir.  Hitt skil ég ekki að þegar verið var að kynna mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, þá var sagt að þær kæmu bara körlum til góða þar sem að það væru bara karlastörf sem yrðu til í mótvægisaðgerðunum.   Er ekki þar líka tækifæri fyrir konur til að fjölga í karlastéttum ?

Gísli Gíslason, 2.2.2008 kl. 00:33

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, mér finnst að gera megi fleira svona lista og senda út um allt. Líka til fjölmiðla og benda þeim á góðar konur.

Steingerður Steinarsdóttir, 4.2.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband